Sumarið búið

Jæja nú  er sumarið búið og haustið læðist að með allri sinni rigningu, roki og rökkvi !! 

Ég sit hérna heima hálsinn sár og röddin svona djúp viský rödd ..hrikalega sexí .. það er að segja ef ég mundi ekki  hósta eins og mæðuveik rolla Errm spurning um að láta dýralæknirinn kíkja á mig um leið og ég fer með Bassa í sprautu Whistling

Var að vafra um netið og fann viðtal sem var tekið við mig árið 2000.  Það hefur margt breyst síðan þetta viðtal var tekið  t.d. á ég hund í dag  og er farin að geta borða hina ýmsu matartegundir sem ég gat ekki borðað áður.                                                                                                                 Eftir krabbameinslyfjagjöfina þá fór ég að geta borðað ávexti (án þess að vera að kafna) ..veit ekki hvort það er henni að þakka eða ekki .. en hver veit kannski tókst þeim að drepa einhverja frumur sem stjórna þessum ofnæmisþáttum, allavega tókst þeim að laska nokkra heilafrumur hehe miða við hvernig minnið er þessa daganna ?? 

Hendi þessari grein hérna inn:

Landlæknisembættið- Reynslusaga astmasjúklings

Að lifa með astma tengdum ofnæmi
Ég fékk astma út frá ofnæmi fyrir um 10 árum síðan og hafði aldrei fundið fyrir einkennum astma eða ofnæmis áður. Um er að ræða svokallaðan bráðaastma tengdan ofnæmi auk astma vegna annarra áreita. Í köstunum bólgna slímhúðir í öndunar- og meltingarfærum sem veldur öndundarörðugleikum og er lífshættulegt ástand ef ekkert er að gert. Ég hef ofnæmi fyrir fjölmörgum fæðutegundum, dýrum, frjókorni og einnig fæ ég astmaeinkenni ef, til dæmis, ég fæ kvef. Dæmi um fæðutegundir sem ég er með ofæmi fyrir eru hrátt grænmeti og ávextir, egg, hveiti, kjúklingar, innmatur, svínakjöt, hnetur, kókos, fíkjur, soja, sumar olíur og krydd. Það eru sífellt að bætast við nýjar fæðutegundir og ég þarf alltaf að laga mig að nýjum aðstæðum og þáttum sem koma astmanum af stað.

Þar sem þetta er bráðaofnæmi og getur verið lífshættulegt þarf ég alltaf að ganga með lyf á mér, úðalyf við astmanum og adrenalínsprautu vegna bráðaofnæmisins. Ég nota úðalyf reglulega, oftast daglega. Meðferðin gekk ekki vel til að byrja með en þá var ég erlendis. Nú er ég mjög ánægð með þá meðferð sem ég fæ hjá lækninum mínum hér heima. Sjúkdómurinn er sífellt að breytast þannig að það verður meðferðin líka að gera.

Ég vinn nær fulla vinnu sem sjúkraliði og læt astmann há mér eins lítið og hægt er. Gæludýr eru nokkuð sem ég get ekki veitt mér og ryk þoli ég illa. Mestu vandræðin eru með matinn ég þarf að gæta þess vel hvað ég læt ofan í mig og láta vita þegar ég borða ekki heima hvað það er sem ég get borðað. Vinir mínir eru sérstaklega tillitssamir þegar þeir bjóða mér heim og spyrjast fyrir áður hvað ég get borðað. Áður fyrr hugsaði ég ekki alltaf út í hvað ég væri að borða en í dag hef ég lært að hafa varann á mér.

Mér finnst mjög mikilvægt að aðlagast sjúkdómnum og temja sér jákvætt viðhorf það gerir alla hluti mun auðveldari.

Dagný Einarsdóttir

Þessi grein birtst fyrst sem Hollráð í Morgunblaðinu og á vef Landlæknisembættisins í október 2000.

Uppfært 3. mars 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, það er svo leiðinlegt að vera lasinn.  Samúðarkveðjur hérna frá okkur í Norge.  Þú verður bara að demba í þig hollum ávöxtum úr því að þú getur borðað þá núna og reyna að hafa það eins huggulegt og hægt er.  Svo er það gamla góða koníakið....læknar ekki kvefið, en gerir það mun skemmtilegra

Hildur (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 05:57

2 identicon

prófaði einu sinni eftir ráðleggingum föður mins að fá mér slurk af koníaki við slæmsku í hálsi og kvefi..hann hringdi í mig dagin eftir til að athuga hvort ég hafði ekki örugglega farið að hans ráðum  .. jú jú mín gerði það og átti bara ágætiskvöldstund hehe en viti menn dagin eftir var hálsin og kvefið  enn til staðar og við hafði bæst þessi líka hrikalegi hausverkur  ..uff átti greinilega ekki að drekka þetta heldur að skola hálsin með veigunum og skila svo í VASKINN ..hver gerir svoleiðis við eðal koníak hehe greinilega ekki ég. 

 Allavega hringdi pabbi í mig í gær og hann mintist ekkert á koníak bara skola hálsin upp úr eplaediki :)

Dagga (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:49

3 identicon

Virkaði eplaedikið?

Hildur (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband