Færsluflokkur: Dægurmál

Er á lífi

Jæja, kannski kominn tími til að láta vita að maður sé á lífi, er ekki nógu dugleg við það .                  Er búin að vera meira og minna kvefuð í langan tima og er orðin frekar þreytt á því vonanadi fer það núna að lagast og ég detti í bloggstuð Errm

 

 


Lífsþor

 

Smá speki sem ég fann og holt er öllum að lesa

Lífsþor
 
Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga.
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðum,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild ef að andinn á að dafna.

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
Og enginn tekur mistök sín til baka.

Því þarf magnað þor að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni,
Sigurviss, þó freistingarnar ginni

 

Kveðja Dagný


Sumarið búið

Jæja nú  er sumarið búið og haustið læðist að með allri sinni rigningu, roki og rökkvi !! 

Ég sit hérna heima hálsinn sár og röddin svona djúp viský rödd ..hrikalega sexí .. það er að segja ef ég mundi ekki  hósta eins og mæðuveik rolla Errm spurning um að láta dýralæknirinn kíkja á mig um leið og ég fer með Bassa í sprautu Whistling

Var að vafra um netið og fann viðtal sem var tekið við mig árið 2000.  Það hefur margt breyst síðan þetta viðtal var tekið  t.d. á ég hund í dag  og er farin að geta borða hina ýmsu matartegundir sem ég gat ekki borðað áður.                                                                                                                 Eftir krabbameinslyfjagjöfina þá fór ég að geta borðað ávexti (án þess að vera að kafna) ..veit ekki hvort það er henni að þakka eða ekki .. en hver veit kannski tókst þeim að drepa einhverja frumur sem stjórna þessum ofnæmisþáttum, allavega tókst þeim að laska nokkra heilafrumur hehe miða við hvernig minnið er þessa daganna ?? 

Hendi þessari grein hérna inn:

Landlæknisembættið- Reynslusaga astmasjúklings

Að lifa með astma tengdum ofnæmi
Ég fékk astma út frá ofnæmi fyrir um 10 árum síðan og hafði aldrei fundið fyrir einkennum astma eða ofnæmis áður. Um er að ræða svokallaðan bráðaastma tengdan ofnæmi auk astma vegna annarra áreita. Í köstunum bólgna slímhúðir í öndunar- og meltingarfærum sem veldur öndundarörðugleikum og er lífshættulegt ástand ef ekkert er að gert. Ég hef ofnæmi fyrir fjölmörgum fæðutegundum, dýrum, frjókorni og einnig fæ ég astmaeinkenni ef, til dæmis, ég fæ kvef. Dæmi um fæðutegundir sem ég er með ofæmi fyrir eru hrátt grænmeti og ávextir, egg, hveiti, kjúklingar, innmatur, svínakjöt, hnetur, kókos, fíkjur, soja, sumar olíur og krydd. Það eru sífellt að bætast við nýjar fæðutegundir og ég þarf alltaf að laga mig að nýjum aðstæðum og þáttum sem koma astmanum af stað.

Þar sem þetta er bráðaofnæmi og getur verið lífshættulegt þarf ég alltaf að ganga með lyf á mér, úðalyf við astmanum og adrenalínsprautu vegna bráðaofnæmisins. Ég nota úðalyf reglulega, oftast daglega. Meðferðin gekk ekki vel til að byrja með en þá var ég erlendis. Nú er ég mjög ánægð með þá meðferð sem ég fæ hjá lækninum mínum hér heima. Sjúkdómurinn er sífellt að breytast þannig að það verður meðferðin líka að gera.

Ég vinn nær fulla vinnu sem sjúkraliði og læt astmann há mér eins lítið og hægt er. Gæludýr eru nokkuð sem ég get ekki veitt mér og ryk þoli ég illa. Mestu vandræðin eru með matinn ég þarf að gæta þess vel hvað ég læt ofan í mig og láta vita þegar ég borða ekki heima hvað það er sem ég get borðað. Vinir mínir eru sérstaklega tillitssamir þegar þeir bjóða mér heim og spyrjast fyrir áður hvað ég get borðað. Áður fyrr hugsaði ég ekki alltaf út í hvað ég væri að borða en í dag hef ég lært að hafa varann á mér.

Mér finnst mjög mikilvægt að aðlagast sjúkdómnum og temja sér jákvætt viðhorf það gerir alla hluti mun auðveldari.

Dagný Einarsdóttir

Þessi grein birtst fyrst sem Hollráð í Morgunblaðinu og á vef Landlæknisembættisins í október 2000.

Uppfært 3. mars 2007


Föstudagur..

 

Föstudagur er 6. dagur vikunnar.  Dagurinn er á eftir fimmtudegi  en á undan laugardegi. Nafnið  er dregið af því, að þennan dag skyldi fólk fasta á kjöt.  Dagurinn er seinasti almenni vinnudagur vikunnar.                                                                                                                                         Það er sama hvað vikan er löng, það kemur alltaf föstudagur fyrr en síðar.. jebb föstudagur er eins og og slaufan sem er hnýtt utan um pakkann í lok vikunnar....  semsagt voða notalegur dagur Tounge

Ég átti notalega stund á kaffihúsi með Guðnýju og Lindu í dag eins og alltaf þegar við hittumst, Það var svo gaman hjá okkur að við hreinlega gleymdum stað og stund ..mikið spjallað og hlegið .. svoleiðis á það að vera .                                                                                                                    Því miður komst hún Svandís okkar ekki með í þetta,  en hún lætur sig ekki vanta næst Smile

Kristinn laus við gifsið og komin með spelku á hendina .. það er nóg að gera hjá honum framundan .. ein mynd af gæjanum ..   http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=66062 

kveðja Dagný


Vó langt síðan ég bloggaði síðast.....

Eins og þið sjáið þá er ég lélegasti bloggari í heimi.. 

Sumarið hefur verið einstaklega gott og liðið alltof hratt.  'Eg er búin að vera í fríi og safna kröftum fyrir veturinn hreinlega ekkert gert af viti nema sleikja sólina og vera innanum skemmtilegt fólk .. hvað er hægt að hafa það betra. 

Frjókornin hafa sveimað  full mikið um í sumar allavega hefur Stefán fundið vel fyrir þeim , hann hefur aldrei verið eins slæmur af ofnæmi áður þessi elska Woundering

  Við skelltum okkur til Rhodos í juni bókuðum okkur í svona sólarlotto þannig að við  fengum að vita gististaðin þegar við vorum búin að bóka ferðina , hótelið sem við lentum á hefði mátt vera betra en maður tekur víst þessa áhættu þegar maður bókar sig í svona lottó, geri það aldrei aftur borga frekar aðeins meira og vel gististaðin sjálf. 

Það er allt gott að frétta af strákunum,  Kristinn er reyndar handarbrotin og er komin í gifs no 2 en fyrra gifsið var hann með í sólarhring .. já hann  komst að því að hann gat ekki spilað fótbolta með gifs þannig að það fékk að fjúka með litlum undirtektum foreldranna Gasp  hann spilaði 2 leiki  brotin á hendi  ... en er núna komin aftur í gifs og vonandi fær þetta að gróa í friði.

Þeir  eru allir byrjaðir í skólanum drengirnir..  þannig að heimilislífið er allt að komast í fastar skorður, mér finnst þessi árstími er alltaf notalegur þegar það fer að rökkva úti og hægt er að kveikja á kertum og hafa það notalegt fyrir framan Imban.

Bið að heilsa í bili


Þá er maður árinu eldri

Jæja ég er hætt að vinna það er nú kannski aðalfréttin LoL en annars er svo sem ekkert að frétta sit hérna heima í roki og rigningu ....ohh vil fá sól og gott veður en hver vill það ekki humm  


Fréttir af mér og mínum !

Góðan daginn.. er ekki alveg að standa mig í þessum bloggmálum hehe Crying En það er nú liðið eitthvað eins og ca 2 vikur frá síðasta bloggi og ýmislegt gerst síðan þá þó svo að ég ætli nú ekki að fara rekja það í smáatriðum.

       Ég er farin að vinna það er nú kannski aðalfréttin ,  fór að vinna 2 maí  og það hefur tekið ansi mikið á úthaldið ..er þreytt og orkulaus þegar ég kem heim ..en finnst samt eins og þetta sé allt að koma hjá mér það er auðvita viðbrigði að fara að vinna aftur eftir 6 mánaða veikindafrí.    Kveið því svolítið  en það var engin ástæða til þess það var bara eins og ég hafi verið í löngu helgafríi og sumum fannst eins og ég hafi ekkert verið í burtu (eins og það fari fram hjá einhverjum að  mig vanti á svæðið hehe ..hef nú ekki verið þekkt fyrir að vera hljóðlát)

Við hjónakornin fórum í hjólatúr í gærmorgun  og kíktum á væntanlegan byggingarreit en það hefur verið okkar aðal göngutúri að labba þangað uppeftir og fylgjast með framkvæmdum ennn í gær var ákveðið að hjóla þetta..humm já hugmyndin .. þetta reyndist okkur  hið mesta puð og tók  ansi vel á en við hjóluðum part af leiðinni á hestastigunum  hehe veit ekki hvor var móðari ég eða hundurinn Whistling en hann var voða glaður með þetta framtak okkar.  

Rassinn var ansi aumur í dag Frown 

 

 

 


Gleðilegt sumar :)

Gleðilegt sumar!!  Ójá það er víst komið sumar, allavega samkvæmt dagatalinu ..  þótt  það sé nú ekki mjög sumarlegt út að litast Frown... er við einhverju öðru að búast hérna á klakanum ??

Að tjá sig þótt maður hafi ekkert að segja

Jæja þá er að byrja bloggið.  Smá byrjendaörðuleikar Angry ..anda inn, anda út..  búin að sitja sveitt við að finna út úr þessum svokallaða "einfaldasta hlut í heimi"  þ.e.a.s hvert  færslan fór  sem ég var að skrifa hún bara hreinlega hvarf og finnst ekki ..  þannig að ég lýsi hér með eftir henni.                    

 Það er það ekkert annað í stöðunni en að byrja upp á nýtt í von um að tölvan gleypi ekki fleiri bloggfærslu í bili.                                                     

Taka 2.

Allavega þá upplifði ég svona "SHIT EKKI BÚIN AÐ BLOGGA Í DAG"  mórallinn, veit ekki hvort ég standist pressuna Crying verður þetta ekki bara enn einn skyldan sem bætist í pokann.. púff þessi poki fer nú að verða ansi mikil byrði hehe.. nei nei þetta er ekkert mál maður þarf bara að vera alveg viðbjóðslega fyndinn.  Skrifa einhverjar hnyttnar smásögur um lífið og tilveruna ..einfalt ekki satt:)

......Eða kannski á bloggið bara að vera svona dagbók.. svona hvað er að frétta úr Fjallalindinni til dæmis .. ég út að labba með hundinn kom heim og eldaði súpu handa liðinu.....sem tókst svona ægilega vel.....BORING!!!  Maður verður ekki vinsæll bloggari  með þessu áframhaldi! 

 Reyni aftur síðar,  Luv Dagný

 

 


Allir í boltanum

    Við fórum á hörkuleik í Kórnum í gær, þar tókust á 2 kópavogslið  HK-Breiðablik.  Þessi leikur endaði í vitaspyrnukeppni hörkuspenna sem tekur verulega á, maður var bara dauðþreyttur þegar maður kom heim hehe...en blikarnir tóku þetta 2-1 :)                                     

 Ég þarf að læra að setja inn myndir. Það verður enginn bloggari með bloggurum nema hafa myndi á síðunni sinni  ...ekki satt:)

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband