18.4.2008 | 17:43
Vertu aldrei fangi fortíðarinnar. Skapaðu þína eigin framtíð
Þetta er merkisdagur á margan hátt , ég er að stíga mín fyrstu skref í bloggheiminum og þetta var minn síðasti dagur í geislameðferðinni, ótrúlegt en satt þessu verkefni er lokið púff . Þetta er búið að vera langur og strangur vetur sem kemur aldrei aftur sem betur fer þannig að núna er bara að líta fram á við og lifa á líðandi stundu
Þannig að mér datt í hug hvort ég gæti nú gert eitthvað sniðugt svona í tilefni dagsins og ákvað bara að skella mér út í bloggheiminn og athuga hvernig er að lifa blogglífi hef ekki prófað það . Læt slag standa en veit ekkert hvað ég er að fara útí ..humm um hvað á ég að skrifa ?? Mér sýnist fólk skrifa um allt milli himins og jarðar. Heimilislífið, pólitík og hvað veit ég. Það er svo sem ekki fyrir hvern sem er að opna dyrnar uppá gátt og bjóða hverjum sem er inn fyrir... en við sjáum til .. hvernig til tekst ekki satt !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)